Wednesday, September 25, 2013

Bókin Skugginn af sjálfum mér eftir Bjarna Hinriksson er komin út. 


Föstudaginn 27. september er útgáfugleði frá klukkan 17-19 og allir eru velkomnir.

Í þessari myndasögu fyrir fullorðna segir af Kolbeini Hálfdánssyni, myndasöguhöfundi, sem ásamt tíu ára syni sínum er í fríi á Kanaríeyjum. Feðgarnir þvælast um Gran Canaria og velta fyrir sér ýmsu smálegu, meðal annars möguleikanum á lífi án hugsana; uppruna og afdrifum frumbyggja eyjanna; áhrifum ástarinnar á geimferðir og hitastigi vatnsrennibrautanna í Aqualand. 
Milli þess sem feðgarnir ræða þessi aðkallandi úrlausnarefni daglegs lífs rekur Kolbeinn útgáfusögu sína. Hann stendur á bjargbrún listræns tóms og myrkurs: eftir að hafa fengist við myndasögugerð í hálfan annan áratug getur hann varla lengur tengt saman orð og myndir. Skuggi, aðalpersóna sagnabálks Kolbeins, virðist hægt og rólega hafa tekið yfir líf Kolbeins með uggvænlegum afleiðingum. Rit- og teiknistíflu. Hjónaskilnaði. Jafnvel morði. Er mögulegt að snúa aftur eftir að hafa týnt sér bæði í myndum og orðum?

Bjarni Hinriksson nam myndasögugerð við École régionale des beaux-arts í Angoulême, Frakklandi, á árunum 1985-89. Síðan hefur hann samið og teiknað myndasögur auk þess að starfa sem grafískur hönnnuður hjá RÚV og við kennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Bjarni er einn af stofnendum (gisp!)-hópsins sem gefið hefur út samnefnt myndasögublað frá 1990. Sögur eftir Bjarna hafa birst í tímaritum og safnbókum á Norðurlöndum og í Frakklandi. Af bókum hér heima má nefna Stafrænar fjaðrir (2003) og Krassandi samveru (2005).

Skugginn af sjálfum mér er gefin út af (gisp!)


Saturday, June 1, 2013

Útgáfa á 2. tölublaði af Listvísi - Málgagn um myndlist

Útgáfa á 2. tölublaði af Listvísi - Málgagn um myndlist verður í bókabúðinni Útúrdúr á laugardaginn þann 1. júní frá kl. 7 til 9 um kvöldið. 

Málgagnið Listvísi inniheldur allskonar sniðugt efni frá listamönnum sem fjallar um list á eina eða aðra vegu. Markmiðið er að mynda áhugaverðan vettvang fyrir umfjöllun og vangaveltur um list á Íslandi. 

Eftirfarandi listamenn eiga efni í blaðinu að þessu sinni: 

Arngrímur Sigurðsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Birta Þórhallsdóttir
Freyja Eilíf Logadóttir
Ívar Brand Hollanders
Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt
Sara Rúnarsdóttir

Blaðið var stofnað árið 2012 af Freyju Eilíf Logadóttur og Birtu Þórhallsdóttur og kom fyrst út í desember í fyrra. 

Tuesday, May 21, 2013

MAKKVÍRAKK - by BENNI HEMM HEMM -




Benni Hemm Hemm gefur út sex ný lög á nótnaformi

Laugardaginn 25. maí gefur Benni Hemm Hemm út sex ný lög í samvinnu við bókaútgáfuna Útúrdúr. Lögin eru gefin út á nótnaformi, á misstórum örkum, á ýmsum formum, og henta allavega hópum tónlistarflytjenda. Benni Hemm Hemm hefur leikið lögin á tónleikum undanfarið ár en þau hafa aldrei verið hljóðrituð.

Nóturnar eru gefnar út sem sjálfstæð myndverk, en Orri Jónsson og Ingibjörg Birgisdóttir hönnuðu myndræna útfærslu hvers lags.

Á útgáfudaginn, laugardaginn 25. maí, verður haldið upp á daginn í verslun Útúrdúrs á Hverfisgötu 42. Hefst fjörið kl. 15. Benni Hemm Hemm mun leika nokkur lög og verða léttar veitingar í boði.



Benni Hemm Hemm publishes six new songs in notes.

Saturday the 25.mai Benni Hemm Hemm will publish in cooperation with Útúrdúr the work MAKKVÍRAKK. the publication is designed by Orri Jónsson and Ingibjörg Birgisdóttir.

The fun starts at 15:00 on the 25th of may and Benni Hemm Hemm will play a few songs and some light refreshments will be available. Everybody is welcome.



BDP - Broken Dimanch Press - at Útúrdúr with John Holten


Having published very early in its career an Icelandic Berliner in Kakofonie 002 – Eirik Sördal – as well as publishing a book dubiously/hubristically entitled Mountainislandglacier after
Eyjafjallajökull (and indeed having spent many years planning to do so) BDP is delighted with itself to be finally visiting Iceland and having the chance to present its goods at the venerable Útúrdúr Bókabúð.

To mark the occasion BDP’s John Holten will read erotic moments from his published work to try and make everyone’s Saturday night get off to a good albeit probably awkward start.

BDP started in 2008 as a platform for progressive experiments in literature and visual arts and the crisscross between the two through printed matter, editions, exhibitions and performances. Taking as a starting point a Europe united in many ways at the same time as it is paradoxically frustrated at every turn, BDP works to overcome linguistic and conservative barriers extent in the world today. Working out of Berlin for a number of years, BDP more recently has been on tour around Europe.

Manifesto 2013:

http://www.brokendimanche.eu/about/manifesto-2013

www.brokendimanche.eu

www.johnholten.com

Thursday, April 4, 2013

Útúrdúr is proud to present a special publication "Decade" by the honorary artist of Sequences Gretar Reynisson. Along side the presentation of the publication Gretar will exhibit new work in Útúrdúr that has never before been exhibited.

April 6th at 17-19.

Everyone is welcome.

Gretar Reynisson has accepted the invitation to take part in Sequences VI as honorary artist. In recent editions of the festival it has become a tradition to invite one artist for this symbolic role, an artist who has contributed in a particular way to the field of time based art. Gretar Reynisson succeeds such artists as Magnús Pálsson, Rúrí and Hannes Lárusson. Time is a key concept for Reynisson, it is his medium and subject as an artist. Concentrating on daily routines, his works are based on determined actions and gestures that he repeats every day. They become an abstract documentation of time passing, as well as a deeply personal statement reflecting the desire to maintain status quo against the wheel of time. During Sequences VI, Reynisson will present The Decade, a series of works that grew day by day during the first ten years of this century. The project will be followed up by a special publication. This will be the first time that these compelling yet playful works are exhibited to the public.

Wednesday, January 2, 2013

Námskeið í verklegri hugmyndavinnu

nú!útúrdúr heldur helgar námskeið í VERKLEGRI HUGMYNDAVINNU í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík, Nýlendugötu 15, 101 Reykjavík helgina 19- 20.janúar frá klukkan 9:00 til 17:00 báða daga. Námskeið í VERKLEGRI HUGMYNDAVINNU samanstendur af aðferðum og tækni til að skapa og þróa hugmyndir. Þátttakendur eru hvattir til að koma með raunveruleg vandamál/verkefni til að vinna með á námskeiðinu. Einnig mun vera til staðar, ráðgjöf til að finna rétt vandamál/verkefni fyrir hvern og einn. Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir í hugmyndavinnu t.d: hugkort, hugflæði, umsnúningur og kúvending, frjálsar hugmyndatengingar, persónuleg líking og „EKKI“. Námskeiðið er opið öllum bæði lærðum og leikum. Hugmyndavinna af þessum toga nýtist fólki sem er að vinna í ólíkum verkefnum, persónulegum sem og atvinnutengdum. Dæmi má nefna við ritgerðasmíð, skipulagningu á garðinum, listsköpun, viðskiptahugmyndir, hönnun og svo framvegis. Leiðbeinendur eru: Steingrímur Eyfjörð og Guðrún Benónýsdóttir myndlistarmenn. Námsskeiðið stendur yfir heila helgi. Innifalið í verðinu er heimagerður matur í hádeginu, kaffi og með, allur efniskostnaður, ritföng og pappír og bókin Handbók í hugmyndavinnu. Verð 37.000..- Kr Þátttakendur eru hvattir til að koma með lista yfir raunveruleg vandamál/verkefni, fartölvu og einn vel valinn hlut. Upplýsingar í síma: 7789620 (Steingrímur Eyförð) og 6901379 (Guðrún Benónýs) Netfang: loanerkomin@gmail.com eða gudrunben@gmail.com

Thursday, December 20, 2012

Anna Líndal fagnar útgáfu bókverksins Samhengissafnið - 22.des í Útúrdúr

Anna Líndal fagnar útgáfu bókverksins Samhengissafnið sem var gefið út í tengslum við nám í listrannsóknum sem Anna stundaði við Sint Lucas í Antwerpen síðastliðinn vetur. Af því glæsilega tilefni býður Útúrdúr til útgáfujólagleði laugardaginn 22. desember frá kl 16-18. Léttar veigar verða á boðstólnum og gefst gestum kostur á að fjárfesta í og bera augum fjölfeldi eftir Önnu sem koma nú fyrst fyrir sjónir almennings. ATH Alheimsfrumsýning. Allir velkomnir! --------------- samhengissafnið "Síðan ég byrjaði í heimavistarskóla 8 ára gömul hef ég skráð hjá mér brot úr daglegu lífi. Þessi árátta hefur velkst með mér síðan. Dagbókarformið er greiningartæki, til að átta mig betur á því hvað er að gerast í mínu eigin lífi og heiminum sem rúllar fyrir utan það. Mörg verka minna hafa gegnt svipuðu hlutverki, að greina bilið sem er á milli orsakar og afleiðingar og finna fyrir það sjónrænt form" komið og lesið meira!

Bók um bók of fleira - Útgáfuhóf 21.des

Föstudaginn 21. des kl. 19-21 mun Útúrdúr bókverkabúð halda upp á endurútgáfu Bók um bók og fleira sem Útúrdúr sjálf stendur að. Bókin kom fyrst út árið 1980 og er afrakstur samtals Magnúsar Pálssonar og nemenda hans í nýlistardeild í Mynd- og Handíðarskólanum á sínum tíma. Umræðuefnið var bókin sjálf og eiginleikarnir hennar. Um er að ræða einu bókina sem hefur komið út á Íslandi sem fjallar um sjálfa sig. Í bókinni má meðal annars sjá hvernig nemendurnir reyndu að skapa sér ramma í samtali sínu með að setja fram krossapróf í von um að niðurstöður þess myndu skýra fyrir þeim þetta hvað fyrirbærið bók er. Niðurstöður krossaprófsins fullyrðir að bók er aðeins 80% bók en kú 100%. Að lokum teygir samræðan anga sína í kringum þetta tiltekna viðfangsefni og nemendurnir taka fram að hún hafi útlistað lífskoðanir þeirra, heimspeki, pólitík, trúarskoðanir og yfirleitt allt það sem þeim varðar á þeim tíma sem bókin var sköpuð. Um er því að ræða allverulega bók, jafnvel stórhættulega í þeim skilningi því hún tekst á við sjálfa sig, samræðuna og hugmyndafræði höfundanna. Í tilefni útgáfunnar verður til sýnis í Útúrdúr verk Kristjáns Steingríms Jónssonar „Há fræðilegur orðaleikur um hugmyndafræðileg tengsl rörs og bókar í sambandi við frumlega sköpunargáfu“ sem unnið var í tengslum við vinnuferli bókarinnar, sem og að bókin fæst á sérstöku tilboði í tilefni útgáfunnar.

Monday, November 12, 2012

VERKLEG HUGMYNDAVINNA

nú í Útúrdúr heldur 4 kvölda námskeið í VERKLEGRI HUGMYNDAVINNU í Artima Gallerí, Skúlagötu 28 (húsnæði Nýlistasafnsins) 101 Reykjavík, frá 19. Nóvember til 22. Nóvember frá klukkan 19:00 til 22:00. Námskeið í VERKLEGRI HUGMYNDAVINNU samanstendur af aðferðum og tækni til að skapa og þróa hugmyndir. Þátttakendur í námskeiðinu eru hvattir til að koma með raunveruleg vandamál/verkefni til að vinna með á námskeiðinu. Einnig mun vera til staðar, ráðgjöf til að finna rétt vandamál/verkefni fyrir hvern og einn. Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir í hugmyndavinnu t.d: hugkort, hugflæði, umsnúningur og kúvending, frjálsar hugmyndatengingar, persónuleg líking og „EKKI“. Námskeiðið er opið öllum bæði lærðum og leikum. Leiðbeinendur eru: Steingrímur Eyfjörð og Guðrún Benónýsdóttir myndlistarmenn. Verð 37.000.- Kr Allt efni og veitingar eru innfaldar í verði. Þátttakendur eru hvattir til að koma með lista yfir raunveruleg vandamál/verkefni, fartölvu og einn vel valinn hlut. Upplýsingar í síma: 7789620 (Steingrímur) og 6901379 (Guðrún) Netfang: inni.uturdur@gmail.com

Wednesday, October 10, 2012

PUBLISH AND BE DAMNED: NORDIC MODELS

Útúrdúr will be in Stockholm this weekend. Come visit us if you are there. Publish and be Damned: Nordic Models is a two-day convention that brings together independent publishers and distributors from Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden. The project is conceived by Index – The Swedish Contemporary Art Foundation in collaboration with London-based organisation Publish and be Damned. The convention unfolds as a conference and a fair, which will be accompanied by workshops open to members of the public. Books, fanzines, magazines and critical journals from diverse Nordic cultural scenes will be presented alongside other international publications from the archives of Publish and be Damned. The convention examines whether “Nordic models” in artist-led and grass-roots self-publishing culture are emerging. On the one hand it seeks to identify shared methods for staging and debating the intersection of text-based visual art with literature, poetry, theory, philosophy and translation. On the other, it focuses on the socio-political, economic, cultural and technologic working conditions of the participants in order to explore how their specific perspectives respond to local and international contexts defined by free-market and/or informal economies of exchange.

Thursday, July 19, 2012

Closed because of summer vacation for a few days...

Lokað vegna sumarleyfa fram til 23. júli - Closed until 23th of july becauase of summer vacation - njótið sólarinnar og slakið - enjoy the summer......

Wednesday, May 9, 2012

Michael Brown and Sylvia Matas - exhibition in Útúrdúr

Two Canadian artists Michael Brown and Silvia Matas will open an exhibition with bookworks, photographs and multiples in Útúrdúr on Saturday the the 12th of Mai at 17-20. Michael Brown will exhibit the work WINTERHOUSES ans Silva Matas will exhibit In every direction. WINTERHOUSES is a ‘non-sequenced’ group of 60 pages of images and language. The pages, comprised of drawings, language, ink paintings, and photos, are held in a card container- itself bound into the hardcover of the bookwork. Symbols, ranging from the scientific to the mythological, the numinous to the beautiful, and the mysterious to the matter-of-fact weave throughout the work, while changing form on any given page. Metamorphosing interpretation occurs through individual’s random arrangements. Viewers might conjure narratives or simply a singular impression. WINTERHOUSES, like a lot of my work, permits viewer influence. This I hoped would allow me to relinquish control of the project and let it evolve beyond the limited scope of my intentions into its own enduring, adapting, communicating being. In Every Direction consists of images and text. There is no narrative- it is more of an incomplete collection of information that describes overlapping mental and physical environments. There are references to (among other things) sound and movement through time and space, in and out of intensity and in and out of focus. Micahel Brown and Silvia Matas both graduated with a MFA degree form Chelsea College of Art and Design in London and have participated in various exhibtions in Canada as well as internationaly. For further infromation please contact Ingvar Högni in Útúrdúr. GSM : 864-4403 Email : utudur@gmail.com Útúrdúr Hverfisgata 42 101 Reykjavík

Thursday, April 5, 2012

Opnunartímar yfir páskana 2012.

Opnunartímar yfir páskana,

Skírdagur - Lokað
Föstudagurinn langi - LOKAÐ
Laugardagur - LOKAÐ
Páskagadur - LOKAÐ
Annar í Páskum - Lokað
Þriðjudagur - 12-18


Njótið páskanna.
Útúrdúr

Friday, February 17, 2012

Ást er þjófnaður eftir Eirík Örn Norðdal.


Allur lestur er þjófnaður.

Öll hlustun er þjófnaður.

Allt áhorf er þjófnaður.

Ást er þjófnaður er safn stuttra ritgerða um höfundarétt og bókaþjófnað eftir Eirík Örn Norðdahl. Bókin var skrifuð og gefin út á einum helvítis mánuði um mitt ár 2011 með það fyrir augum að flækja umræðuna. Bókin kom út bæði sem prentgripur og sem rafbók gegn frjálsu framlagi á www.norddahl.org . Bókin fór einróma sigurför um netheima – var rænt, stolið og hnuplað einsog heitum lummum – þrátt fyrir að hafa hlotið litla athygli í hefðbundnari miðlum. Brot úr bókinni hafa birst á þýsku. Hún er nú í fyrsta sinn fáanlega í bókabúð á Íslandi – af holdi og blóði, pappamassa, lími og lamineringu. Bókin er 156 síður í litlu broti.

Brot úr umsögnum:

„Eiríkur hremmir lesandann frá byrjun, mig alla vega, og allar þær 155 blaðsíður sem kverið er rígheldur hann manni við efnið, vekur upp hjá manni þanka, bryddar upp á því sem maður hafði ekki áttað sig á og skerpir á hugsun manns og skoðunum á þessu álitamáli sem samband höfundarréttar og sköpunar er. Svona vel hefur enginn íslenskur höfundur gert í debatriti, ekki svo ég hafi lesið alla vega, síðan að Andri Snær kom fram með Draumalandið.“

Sigurður Ólafsson – Bókablogginu

„Ég lagðist upp í rúm rétt fyrir miðnætti, kvöldið sem ég keypti bókina. Þrem tímum síðar varð ég að þvinga mig til að hætta lestrinum. Ég trúi því varla sjálfur ég hafi heillast svona af bók um höfundarétt (því eins og áður sagði, hef ég ekki innblásin áhuga á efninu).
En bókin er einfaldlega stórskemmtilega skrifuð. Grípandi og fróðleg – tregablandinn og sprenghlægileg.“

Baldur McQueen – dv.is

Eiríkur [...] er búinn að vinna áttunda borðið í skrifmaríó og allir sveppirnir eru orðnir að hjálmsdýrum [...] Ég mæli sumsé hiklaust með bókinni Ást er þjófnaður. Hún er frábær, boðberi nýrra tíma og stimplar Eirík inn sem framsýnan listamann og hugsuð

Gylfi Ólafsson – gyl.fi

„Farið og náið í bókina hans Eiríks Arnar og lesið hana – hvort sem þið borgið fyrir hana eða ekki. Sjálfur splæsti ég lágmarksupphæð á höfundinn þrátt fyrir að ég hefði getað réttlætt mig frá því þar sem ég er að skrifa um hana. Hún er einfaldlega nauðsynlegt innlegg í umræðuna um höfundaréttamál í dag og þeir sem hunsa hana eru viljandi að velja þann kost að vera óupplýstir.“

Óli Gneisti – ritstjóri Rafbókavefsins á Truflun.net

Thursday, February 2, 2012

Terpentína - Útgáfuhóf


Prentmyndasögubókverkið TERPENTÍNA verður kynnt til Sögunnar í Útúrdúr á Hverfisgötu 42 föstudaginn 3 febrúar klukkan 16-18. Allir Velkomnir.

Terpentínan er tæplega 30 blaðsíðna hlunkur, handprentaður í 50 tölusettum eintökum og er afrakstur námskeiðs á prentverkstæði Listaháskóla Íslands, sem fram fór dagana 16. til 27. janúar sl.
Meginstefið er frásögnin, með beinum eða óbeinum myndasöguhætti.
Umsjón var í höndum Jóhanns Ludwigs Torfasonar.


Höfundar eru:
Andreas Jari Juhani Toriseva
Guðrún Tara Sveinsdóttir
Ívar Glói Gunnarsson
Karl Torsten Stallborn
Myrra Leifsdóttir
Óskar Kristinn Vignisson
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Steingrímur Gauti Ingólfsson

Sérstakur gestur:
Eldur Lynx Carlsson Hagberg

Velkomin á útgáfuna!

Thursday, December 15, 2011

STEYPA - ÚTGÁFUFÖGNUÐUR


STEYPA is a feature documentary about the contemporary art scene in Iceland.

Artists: Asmundur Asmundsson, The Icelandic Love Corporation, Gabriela Fridriksdóttir, Katrin Sigurdardóttir, Unnar Orn Audarson Jonasson, Huginn Thor Arason and Margrét H. Blondal.

Emerging artists working in their hometown Reykjavík and abroad share with the viewers the diverse processes that spark works of art. Threading a line between realism and performance, the film explores inspiration and creativity through an intimate two-year collaboration, providing an insight into a booming scene. Pouring Coke into empty Fanta bottles, Ásmundur asks himself “What is art?” and suggests that it is embedded in everything that an artist does. Accordingly, the film monitors what the artists are up to before they deliver a finalized work of art. Gabríela kneads dough and smears on her face, Margrét is enchanted by gaskets in a rubber store, Huginn has his hair cut off and turned into a wig, Unnar rummages for plant cuttings in a home for the elderly, The Icelandic Love Corporation recreates Van Gogh’s Starry Night in liquorice and Katrín builds a small model of a house only to throw it off a bigger one. What is behind this commotion? Has Iceland anything to do with it? Does it concern the rest of us? Together with the artists, a group of friends, relatives and international art professionals help shed a light on these and other questions. The title, STEYPA, draws on the favorite sculptural material of Ásmundur, concrete. In Icelandic, the word is used both for the building material and all possible things that you don’t understand.

Directors: Ragnheidur Gestsdóttir & Markús Thór Andrésson

Music: Ólafur Björn Ólafsson original soundtrack available at smekkleysa.net

Graphics: Brynhildur Pálsdóttir, Gudfinna Mjöll Magnúsdóttir and Sighvatur Ómar Kristinsson

Produced by: LoFi Productions

The film is 67 minutes, in Icelandic with English subtitles.

Sunday, December 4, 2011

Opnunartímar í Desember

Þetta eru opnunartímar okkar í desember og það verða hinir ýmsu viðburðir í gangi í desember sem verða svo auglýstir síðar.

4.des – 14:00-18:00
5.des - LOKAÐ
6.des - LOKAÐ
7.des – 12:00-18:00
8.des – 12:00 - 18:00
9.des - 12:00 – 18:00
10.des – 12:00 – 18:00
11.des – 13:00 – 18:00
12.des – Lokað
13. des – Lokað
14. des – 12:00 – 18:00
15.des – 12:00 – 22:00
16.des – 12:00 – 22:00
17.des -12:00 – 22:00
18.des -12:00 – 22:00
19.des 12:00 – 22:00
20.des 12:00 – 22:00
21.des 12:00 – 22:00
22.des 12:00 – 22:00
23.des 12:00 – 23:00


Verið velkomin!

Friday, November 25, 2011

home - a house and its inhabitants


22.11. - 26.11.

Tuesday - Friday 12.00 - 18.00
Saturday 12.00 - 16.00

*** Saturday *** Saturday *** Saturday ***
*** Just Another Snake Cult: acoustic set ***
*** Music starts at 19:00 ***
*** Jolanda Todt ***
*** "home - a house and its inhabitants" ***
***Come see and listen***


I (Jolanda Todt) am exhibiting my book:
"home - a house and its inhabitants"

Drop by and have a look.

This book is about 46 people who all live together in one house in Darmstadt, Germany. It turns the inside of a house outward. Within one month I tried to get to know as many inhabitants as possible by ringing their bells. First I was mostly interested in what they dream of. Then I wanted to know what their goals were, how they would like to live, what they really love to do, what they are proud of, what they like to remember, what they think is beautiful, what they like about themselves, what is comforting to them, who they need, where they belong, and how they are related to their neighbourhood.

On 851 pages you will find a rich conglomeration of stories, more or less strangers to each other but still happening in one book and in one house.

Sorry it is mostly in german, but with a lot of pictures to look at.

http://www.facebook.com/uturdur?ref=ts
http://www.uturdur.blogspot.com/
www.jolandatodt.de
http://www.facebook.com/event.php?eid=316969774996821

Wednesday, November 9, 2011

Fáanleika fögnuður vegna Music thought instigator: Volume 1



Núna laugardaginn 12. nóvember klukkan 16-18 mun Útúrdúr fagna því að Music thought instigator Volume 1 eftir Páll Ivan frá Eiðum sé loks fáanleg en hún kom upphaflega út fyrr á þessu ári. Það verður allskonar á boðstólnum og mun Guðmundur Steinn Gunnarsson lesa upp úr bókinni og greina nokkrar blaðsíður gestum og gangandi til gagns og gaman.
Svo mun að líkindum verða allskonar annað að gerast sem skýrist þegar nær dregur.

Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi og mun verða á sérstöku fáanlegs verði á laugardaginn kemur.

Allir velkomnir

Friday, August 19, 2011

Útúrdúr will attend Tekstallianse 2011 in Oslo


Útúrdúr will participate in Tekstallianse 2011 in Olso from the 19-21th of august and we will showcase our publications and introduce Útúrdúr artist bookstore and what we have been up to the past years.


Text Alliance is an exhibition and a festival that showcases small, medium and more or less independent publications.
The event contains both a trade fair, exhibitions and a live program. The public can become familiar with books, magazines and other publications, while going on readings, lectures, panel discussions, debates, launches and concerts.


Information in Norwegian.

TA 2011 arrangeres helgen 19. – 21. august. Programmet tar form. Vi legger ut mere info så snart bitene faller på plass.
Description
Tekstallianse er en messe og en festival som viser frem bredden og mangfoldet blant små, mellomstore og mer eller mindre uavhengige og idealistiske aktører innen litteratur, musikk, billedkunst og teater. Felles for alle utstillerne er en vilje til å etablere et alternativ til den kulturelle offentligheten de store forlagene og de største avisredaksjonene representerer.

Arrangementet rommer både en messe, utstillinger og et live-program. Publikum kan gjøre seg kjent med bøker, tidsskrifter og andre publikasjoner, samtidig som det foregår opplesninger, foredrag, panelsamtaler, debatter, lanseringer og konserter.

Tekstallianse er en videreføring av idéinnholdet i Bergensbrag i Bergen 2004 og i København 2006, som samlet norske og danske litterære småforlag og tidsskrifter. Tekstallianse er også inspirert av den årlige Textmässan i Stockholm, som samler de svenske småforlagene og tidsskriftene.

The website of Tekstallianse

Textalliance takes place in Kunsthall Oslo , 1857 , 0047 and Blå Oslo.



Saturday, August 6, 2011

Music - Thought Instigator : Volume 1


Útúrdúr kynnir nýjustu útágáfu sína eftir Pál Ivan frá Eiðum.

Music – Thought Instigator : Volume 1

Music - A Thought Instigator (eða Tónlist- Hugmyndahvati) er bók um tónlist. Þó er ekki um að ræða tónfræði eða tónlistarsögu eða slíkt heldur fyrst og fremst hugmyndir og hugsanahvata sem allir mega nota að vild. Hún fjallar því ekki um hvað tónlist er eða hefur verið heldur kemur með ýmsar tillögur að því hvernig einhver tónlist getur mögulega orðið. Á hverri síðu er alfarið ný hugmynd kynnt til leiks og nokkrir frum möguleikar hennar skoðaðir. Þetta eru hugmyndir sem víkka skilning okkar á ýmsum hlutum í sambandi við tímaskynjun, framsetningu og kynningu tónlistar, sjónhverfingaraðferðir, gagnvirkni áheyrenda við tónsköpun og ýmsar hugmyndir sem hafa hingað til ekki verið áberandi í tónlist. Hún opnar því fyrir vítt samhengi tónlistar og setur jafnvel hugtakið tónlist í víðara samhengi. Við lestur bókarinnar uppgvötum við hvað hugmyndir okkar og skilgreiningar á tónlist eru þröngar og takmarkaðar og að hingað til hefur hugmynd okkar um tónlist rúmast í litlum, þröngum, loftlausum kassa. Bókin er því eins konar leiðarvísir að nýjum leiðum, eða alla vega nýjum upphafspunktum og viðmiðum. Bókin gagnast bæði þeim sem vilja fara alfarið nýjar leiðir og þeim sem eru forvitnir um að teygja út þann ramma sem fyrir er. Bókin byggist aðallega upp af skýru myndmáli og skýringartextum. Myndmálið er beinskeitt og grípandi og hverri síðu er ætlað að segja sem mest í sem fæstum orðum og myndum.

Bókin fæst eingöngu í Útúrdúr fyrst um sinn.

H L U T F E L D I


Útúrdúr stendur að sýningu af fjölfeldum listamanna tímabilið 23. júlí – 7. ágúst í Kling & Bang.

Yfirskrift sýningarinnar er Hlutfeldi en orðið er nýyrði Magnúsar Pálssonar yfir fjölfeldi en með sýningunni veltir Útúrdúr fyrir sér því nýyrði og hvernig það má sjá það í samhengi við listmiðlin og ferlið sem fylgir því

Eftirtaldir listamenn verða með verk á sýningunni en á meðan sýningunni stendur býðst listamönnum að bæta við hlutfeldum sem þeir hafa gert í gegnum tíðina:

Amanda Riffo, Ásmundur Ásmundsson, Baldvin Einarsson, Bjarki Bragason, Björk Guðnadóttir, Björk Viggósdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Guðrún Benónýs, Hannes Lárusson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Ignacio Uriarte, Ingibjörg Magnadóttir, Ingirafn Steinarsson, Ívar Valgarðsson, Katrín I. Hjördísardóttir Hirt, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Lawrence Weiner, Magnús Pálsson, Magnús V. Guðlaugsson, Oona Gardner, Sigurður Guðmundsson, Steingrímur Eyfjörð, Una Björk Sigurðardóttir, Unnar Örn Jónasson Auðarson, Þór Vigfússon

Friday, June 24, 2011

New Stand in Reykjavík


NEW STAND IN REYKJAVÍK

A trans-Atlantic collaboration between Independent Artists’ Publications from Art & Sciences PROJECTS in New York and Útúrdúr artist bookstore and press in Reykjavik. In June there have been Icelandic artist publications on display in Arts & Sciences PROJECTS ongoing installation NEW STAND. Now Útúrdúr will put upp a NEW STAND installation and exhibit independent artists publications from Arts & Sciences PROJECTS in New York. The publications on display have been gathered by Arts and Sciences PROJECTS from France, USA, Germany, Australia, Chile.

Arts & Sciences PROJECTS is a creative laboratory for emerging and established artists, curators, and other collaborators. They aim to provide a production and dissemination platform through independent publishing, an alternative project space, and temporary installations and performances.

Exhibition Dates and Hours:
June 23 – August 1, 2011
Tuesday to Saturday, 12-6pm

Participating artist and publications:

Laurent Champoussin, The Pictural Architectonics, 2010

Ryan Compton, New York City Subway Text Collage, 2010

Christa Joo Hyun D´Angelo, Untitled (Carnival), 2010

Carl Gunhouse, American Desire, 2011

Clinton Hayden, portraits #1, 2010

Frederico Krampack, Planeta Z, 2010

Chris Mottalini, The Mistake by the Lake, 2010

Vincent P. , Dormeur, 2011

Philip Tomaru, Approaching Mies (Plano, IL), 2011

Katrina Umber, Warner Winter, 2010

Tristan van Spece, A l´Est, 2010

Útúrdúr
Hverfisgata 42
101 Reykjavík
uturdur@gmail.com
facebook.com/uturdur
uturdur.blogspot.com


Arts & Sciences PROJECTS
368 Broadway #409
New York, New York
info@artsandsciencesprojects.com
artsandsciencesprojects.com

Sunday, May 8, 2011

Nýja rýmið - Our new space

Útúrdúr opnar á ný - opens again

Útúrdúr opnar á ný og að þessu sinni varð fyrir valinu Hverfisgata 42 við hlið Kling & Bang. Við fögnum því að vera komin úr kössum og viðrum sæmd bókanna.

Við opnum laugardaginn 7.mai klukkan 17:00

Sjáumst.


English:

Útúrdúr artist bookstore will open once again in a new location at Hverfisgata 42 next to Kling & Bang gallery. We celebrate being out of the boxes and our new venue on Saturday the 7th of May at 17:00pm.

See you there.

Thursday, December 16, 2010


FRÉTTATILKYNNING – Kæru Vinir – Ræðusafn Ásmundar Ásmundssonar

Í kjölfar undangengins haustbókaflóðs hefur bókaútgáfan útúrdúr ákveðið að gefa út þann 22. desember jólabókina Kæru vinir – ræðusafn 2000 - 2010 eftir Ásmund Ásmundsson myndlistarmann. Bókin er safn ræðna sem listamaðurinn hefur haldið við hin ýmsu tilefni síðustu tíu ár og spanna vítt svið; allt frá fræðilegum úttektum á stöðu myndlistarinnar við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum til tækifærisræðna við opnanir sýninga eða afmæli kollega.

Ræður Ásmundar eru löngu orðnar stór og mikilvægur hluti höfundarverks hans og eru reyndar sér kapítuli út af fyrir sig og því má segja að útgáfa á safni þessu sé löngu tímabær. Ræðurnar hefur Ásmundur flutt jafnt hérlendis sem erlendis og eru þær flestar birtar bæði á ensku og íslensku, auk þess eru fáeinar á þýsku. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og er fallegur og vandaður gripur í alla staði, hannaður af Ámunda.

Það er Viðar Þorsteinsson MA sem hefur ritstýrt þessu merka riti af nákvæmni og einlægni. Hugleiðingar Vals Brynjars Antonssonar fylgja og bókinni þar sem hann leggur út frá ræðulist Ásmundar. Þar segir meðal annars:

“Ásmundur gefur fólki aldrei tilefni til að hneykslast á ræðum sínum. Hann er hátíðlegur og kurteis, glaðbeittur og hreinskiptinn, en mörgum finnst þessar ræður mjög óþægilegar. Órói fer um salinn. Fólk streymir í burtu, fer á klósettið, út að reykja eða man skyndilega eftir símtali. Það sem veldur óþægindunum er ekki dónaskapur ræðumannsins, heldur hitt, að hann reynir of mikið að haga seglum eftir vindi.
Í ræðum hans koma fyrir öll réttu orðin: allar klisjurnar um íslenska náttúru, kraftinn í íslensku listamönnunum, trúin á innilegt samband þjóða og sömuleiðis allar tuggurnar um uppreisnargjarna listamanninn sem boðar landanum eitthvað nýstárlegt og hneykslanlegt.”

Ræðubók Ásmundar er þriðja útgáfan sem kemur út undir merkjum útúrdúrs. Áður hefur útúrdúr sent frá sér bókina TSOYL eftir Harald Jónsson og endurútgefið Handbók í Hugmyndavinnu eftir Steingrím Eyfjörð.

Í tilefni útgáfunnar efnir útúrdúr til fagnaðar í heimkynnum sínum að Austurstræti 6 útgáfudaginn sjálfan, miðvikudaginn 22. desember næstkomandi frá kl.17-20 þar sem bókin verður rækilega kynnt og boðið upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar og viðtalsbeiðnir má nálgast hjá Sigurði M. Finnssyni í s.6948776 eða siggimaggi@gmail.com

BEÐIÐ EFTIR SIGURÐI


Þann 17. desember verður haldið útgáfuhóf vegna bókarinnar Beðið eftir Sigurði í Útúrdúr sem hefst klukkan 17:00.

Beðið eftir Sigurði má í vissum skilningi kalla sjálfstætt framhald smásagnasafnsins Hestar eru tvö ár að gleyma. Báðar bækurnar eru sköpunarverk nemenda í ritlist við Háskóla Íslands sem vildu leyfa öðrum (en skúffunni) að njóta þess sem þau höfðu lært. Í Beðið eftir Sigurði má finna texta eftir tuttugu og tvo ritlistarnema, hvern með sínu sniði og inntaki, sem eiga ekkert sameiginlegt nema bókarkápuna.


Allir eru velkomnir.

Wednesday, December 8, 2010

Opnunartímar í desember

Opnunartímar í Útúrdúr í desember.

. des 11-22
10.des 11-22
11.des 11-22
12.des 13-18
13.des 11-18
14.des 11-18
15. des 11-18
16. des 11-22
17.des 11-22
18.des 11-22
19.des 12-22
20.des 11-22
21.des 11-22
22.des 11-22
23des. 11-23
24des. 11-14
25.des LOKAÐ
26.des LOKAÐ
27. des 12-18
28.des 12-18
29.des 12-18
30. de 12-18
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ
2.jan LOKAÐ
3.jan 11-18


kveðja
Útúrdúr

Wednesday, November 3, 2010

Handbók í Hugmyndavinnu eftir Steingrím Eyfjörð



Útúrdúr kynnir með stolti útgáfu á Handbók í Hugmyndavinnu eftir Steingrím Eyfjörð.

Útgáfufögnuður verður haldin föstudaginn 5.nóvember kl.17-19 í Útúrdúr bókabúð í tilefni af glænýrri endurútgáfu Útúrdúrs á Handbók í hugmyndavinnu eftir Steingrím Eyfjörð. Bókin er fáanleg aftur eftir 12 ára óþreyjufulla bið þeirra sem hafa viljað eignast gripinn.

Handbók í hugmyndavinnu er safn fjörutíu og átta hugmyndaæfinga sem höfundur hefur tekið saman.
Hér eru samankomnar á einum stað hefðbundnar og nýstárlegar aðferðir til að þróa hugmyndir og auka ímyndunarafl fólks í skapandi starfi.
Allir geta notað aðferðirnar í þessari bók til að koma sjálfum sér og öðrum hressilega á óvart. Hér er komið kærkomið tækifæri til að næra snillinginn í sjálfum þér.

Allir eru velkomnir.


English:

Útúrdúr proudly presents the publication of Handbók í Hugmyndavinnu by Steingrímur Eyfjörð. After 12 years of waiting this book is finally republished and is now available in Útúrdúr. Handbók í Hugmyndavinnu is only available in Icelandic but the book consists of 48 idea-exercises both new and recognized ones that people from all levels of the creative field can use to evolve their ideas and boost there imagination. This book is a great tool to nurture the genius inside you.

There will be a book launch in Útúrdúr on Friday the 5th of November from 17-19 and everybody is welcome.

Wednesday, September 22, 2010

Helene Sommer & Kjersti G. Andvig book presentation and opening


Útúrdúr proudly presents Helene Sommer and Kjersti G. Andvig.

Friday the 24th of september from 17-20 they will have a book presentation and open a exhibition in Útúrdúr. Everybody is welcome.


Helene Sommer

The book project I was (t)here., published in 2009, is a collection of stories compiled over a few years from a range of sources. Both texts and images, all so-called nonfiction and second or third hand information, are re-narrated, frequently taken out of context, highlighted or twisted according to memory and perception; sharing the common denominator of reflecting dysfunctional and problematic systems whether in relation to history, science, memory or information .
In addition to the book the video-montage “Variations of Max” (2010, 23min) will be presented at Útúrdúr. Helene Sommer (b. Oslo, 1978) graduated from The National Academy of Fine Arts (Oslo) in 2003 and currently lives and works in Berlin.
The book I was (t)here. has recently been presented in exhibitions such as IN-book OUT-book IF book at Municipal Library in Palazzo Mauri (Spoleto, Italy), Labyrint, Botkyrkan Konsthall (Stockholm), Working Title, CCA Udojewski Castle (Warsaw).

http://helenesommer.net/

Kjersti Andvig

The book 'Personne Ici nes't Innocent', published in 2008, was made as a result of a 2-year long project about the historical relationships between knitting, capital punishment and the development of democracy. The project in it’s whole resulted in a collaboration with Carlton A. Turner, who resided on Death Row in Texas for 10 years. Together we knitted a 3 dimensional replica of his prison cell. The work was recently shown at Listasafn Islands, the National Gallery of Iceland. The book is a combination of documentation of the works the project accumulated, as well as the research material who inspired them.
At Útúrdúr the book will be accompanied together with the knitted banner ‘Coupez Leur la Tetê’.
Kjersti G. Andvig is born 1978 and is educated at the National art academy in Oslo. At present she is living and working in Berlin and Oslo.

http://kjersti.andvig.free.fr/

Tuesday, September 7, 2010


Launching FUKT double issue 8/9


In Útúrdúr on friday the 10th of september from 17-21.

The launching of FUKT double issue 8/9.

Fukt is a magazine for contemporary drawing.


Issue #8/9 - 2010

Fukt is proud to announce the launch of FUKT double issue 8/9!

Launches, exhibitions, presentations and fairs 2010:

Nomas Foundation (Rome): July 7 - July 22
CCA Ujazdowski Castle (Warsaw): June 8 - July 25
UKS (Oslo): September 2
Unter dem Motto (Berlin): September 3-5
Útúrdúr (Reykjavik): September 10
oqbo (Berlin): October 1
NY Art Book Fair at PS1 (New York): November 4-7

Welcome!

FUKT IN FOCUS (artists):

Sofie Berntsen, Thomas Broomé, Pola Dwurnik, Harold Fisk, Pia Fuchs (German ID of Patricia Reed), Jochen Gerner, Bjørn Hegardt, Torgeir Husevaag, Alevtina Kakhidze, Laurent Le Deunff, Maess, Maja Nilsen, Eric Nyquist, Jeff Olsson, Leah Raintree, Matthias Reinhold, Julia Steiner, Mayura Torii, Steingrim Veum

INVITED TO INVITE (curator - artist):

Monika Branicka - Pawel Olszczynski
Sebastian Cichocki - Maciej Sienczyk
Marianna Dobkowska - Jan Dobkowski
Kim Einarsson - Johan Tirén
Krzysztof Gutfranski - Aleksandra Waliszewska
Nina Katchadourian - Kathleen Henderson
Marco Raparelli & Norberto Dalmata - Luigi Presicce
Andreas Schalhorn - Georg Bernsteiner
Richard Torchia - Max Maddox
Line Ulekleiv - Ane Mette Hol
Michal Wolinski - Grzegorz Drozd
Asia Zak - Szymon Kobylarz
Marianne Zamecznik – Paolo Chiasera

180 pages in color, 28 x 21,5 cm
ISBN 978-3-86895-088-5 Revolver Publishing by Vice Versa

The exhibition and residency at CCA (Warsaw) was made possible with kind support from Office for Contemporary Art Norway and CCA Ujazdowski Castle.

Saturday, September 4, 2010

Caprisious Magazine - Fine art photography


We just got the Caprisious Magazine in Útúrdúr.

Caprisious Magazine

Swedish photographer Sophie Morner founded Capricious Magazine while she was living in Amsterdam in 2004. It is a biannual publication dedicated to showcasing emerging fine art photography. Its contributors and subject matter span the globe and it can be purchased from quality booksellers internationally. The magazine is comprised almost entirely of images; it has very little text and the pages are perorated to encourage the pinning up of its contents. Since Caprisious collaborates with guest editors and chooses a new theme for each edition, the material is never lackluster. And while constant change is a primary Caprisious trait, there are also definite common visual threads running throughout its 5-year history. Caprisious has an affinity for things like animals, androgyny, opposition, reclaimed life, lust, natural as well as urban life, intimacy, revolution and nostalgia. Hanna Liden, Ryan McGinley, Esther Teichman, Nick Haymes, Olaf Breuning, Melanie Bonajo and Skye Parrot are just a few of the dozens of photographers whose work has been promoted by presence in Caprisious. As a leading fine art photography journal, Caprisious Magazine occupies a rare and whimsical space between commercial and fashion photography; it operates as both a tool for discovering new talent and as an artist oasis.

Text taken from the website of Caprisious Magazine.

Friday, August 20, 2010

Menningar Nótt - Cultural Night @ Útúrdúr



Útúrdúr presents the schedule for Cultural Night. This program is for events both in Útúrdúr and Havarí the store we share a space with. Everybody is welcome.


For information in English scroll down.


14:00-15:00
Sigurborg Stefánsdóttir sýnir bókverk og ræðir um verkin sín. Sigurborg vinnur markvist með bókina og eiginleika hennar og hafa bókverk hennar vakið mikla athygli. Sigurborg mun sýna nokkur ný verk og einnig eldri.

17.00
Just Another Snake Cult er hugarfóstur Þóris Andersen sem hefur dvalið meirihluta ævi sinnar í Santa Cruz og kemur þaðan til Íslands með sækadelíska poppmúsík í farteskinu. Þórir er búinn að setja saman fjögurra manna hljómsveit til að leika tónlistina og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar í Havarí á menningarnótt. Sækó spennó!

18.00
Of Monsters and Men vann mússíktilraunir í ár og eiga titilinn meira en lítið skilið. Hljómsveitina skipa Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallson, Brynjar Leifsson og Arnar Rósenkranz Hilmarsson sem flytja ólýsanlega fallega nýbylgjutónlist beint af kúnni. http://www.myspace.com/ofmonstersandmenmusic

22:00-23:00
Útgáfa á bókinni YOU HAVE HAIR LIKE FLAGS, FLAGS THAT POINT IN MANY DIRECTIONS AT ONCE BUT CANNOT PINPOINT LAND WHEN LOST AT SEA eftir Alisha Piercy. Þetta er hennar önnur bók og vann hún nýlega til virtra verðlauna bpNichol 2010 Chapbook Poetry Award fyrir verk skrifuð á ensku í Canada. Sérstök íslensk útgáfa af bókinni hefur verið gerð og mun Alisha Piercy lesa upp úr verkinu klukkan 22:00-23:00 í Útúrdúr.

23:30
Gjörningurinn TWENTY-TWO RAFTS ALIGHT mun fylgja á eftir útgáfunni. Gjörningurinn er samstarfsverkefni milli Íslenska listamannsins Óskar Ericsson og Kanadíska rithöfundarins og listakonunar Alisha Piercy, en bókin hennar YOU HAVE HAIR LIKE FLAGS~ er innblástur að verkinu. Gjörningurinn mun eiga sér stað klukkan 23:30 við Sæbraut.

Að auki mun skúta sýna verk sitt "All Icelanders" í Útúrdúr á Menningarnótt. Verkinu verður varpað á vegg í Veltusundi en nánari tímasetning verður auglýst síðar. All Icelanders er hluti af verkinu 52/52+ Books/Weeks eftir Helga Skúta.

Síðast en ekki síst vekjum við athygli á Veggspjaldi vikunnar. Hildigunnur Birgisdóttir er listamaðurinn í 21. viku verkefnisins og sem fyrr er veggspjaldið prentað í 21 eintaki nema Hildigunnur hefur farið inn á nýtt torg með veggspjald vikunnar á tímum fjöldaframleiðslunnar með því að gera hvert eintak einstakt.


Með kveðju
Útúrdúr & Havarí


-------------------------------------------------



English:

14:00-15:00
Sigurborg Stefánsdóttir is an Icelandic artist who will exhibit new artistbooks and talk about her works. Sigurborg’s art has recieved much attention and in her works she experiments with the aspects of the bookform.

17:00
Just Another Snake Cult is the creation of Þórir Andersen who has lived most of his life in Santa Cruz. He came to Iceland loaded with his psychadelic pop music and has put together a four man band to perform his music. This will be the first concert that the band plays. What a thrill!!

18:00
Of Monsters and Men are the winners of Musicexperiments 2010 and certainly deserve to carry the title. The band members are Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallson, Brynjar Leifsson and Arnar Rósenkranz Himarsson and they play undescribably beautiful indie music like a smoking pie in the window.
http://www.myspace.com/ofmonstersandmenmusic

22:00-23:00
Publication of the book YOU HAVE HAIR LIKE FLAGS, FLAGS THAT POINT IN MANY DIRECTIONS AT ONCE BUT CANNOT PINPOINT LAND WHEN LOST AT SEA by Alisha Piercy and a book reading. The chapbook YOU HAVE HAIR LIKE FLAGS~ is Alisha Piercy´s second book, and was recently the winner of the prestigious bpNichol 2010 Chapbook Poetry Award for the best chapbook of poetry published in English in Canada. A special Icelandic version of the book will be made for this occasion.

23:30
The performance TWENTY-TWO RAFTS ALIGHT will follow the book launch. The performance is a collaboration between the Canadian writer and artist Alisha Piercy and Icelandic artist Óskar Ericsson. The performance is inspired by the book YOU HAVE HAIR LIKE FLAGS, FLAGS THAT POINT IN MANY DIRECTIONS AT ONCE BUT CANNOT PINPOINT LAND WHEN LOST AT SEA. The performance will take place at Sæbraut at 23:30.

skúta will also show his work “All Icelanders” in Útúrdúr. The piece is part of his project 52/52+ Books/Weeks. Further information about this event will be announced later.

Last but not least we want to shine the spotlight on the Poster of the Week. Hildigunnur Birgisdóttir is the artist behind the Poster on the 21st week and as before the Poster is printed in 21 numbered copy’s but this time with a twist. In the time of mechanical reproduction Hildigunnur Birgisdóttir decided to make each copy unique.

On Cultural Night everybody is welcome in Havarí and Útúrdúr as all nights.

Monday, August 9, 2010

Ingibjörg Magna og Sigtryggur Berg eru fulltrúar Íslands Í Little Constellation


Little Constellation er ein af þeim titlum sem erum með frá Mousse útgáfu. Mousse hefur þetta um bókina að segja:

Little Constellation tells the story of a journey through the art—and the world inhabited by art and artists—of a constellation of small states in Europe, travelling to Andorra, Cyprus, Iceland, Luxembourg, Liechtenstein, Malta, Monaco, Montenegro, San Marino, and other significant geocultural micro-areas such as Canton Ticino, Ceuta, Gibraltar or Kaliningrad. The voyage of the two artist-researchers, Rita Canarezza and Pier Paolo Coro, intersects with an exhibition project curated by Roberto Daolio and Alessandro Castiglioni. With help from Mousse Publishing, they have been blended into a volume with an original graphic design that mingles pop images of sci-fi universes with the unique landscape and culture of the miniature universes explored in the study. This unusual investigation examines the potential for building a shared platform for artists, curators, and institutions in these areas, to carve out a place of their own within the international artistic debate. The book—half interstellar map, half catalog—collects the works on exhibit and the biographies of the 20 artists and groups involved, using texts, images, and interviews to illustrate the legs of a journey that spanned six years, from 2004 to 2010.

Bókin er á 3900

Við höldum svo áfram þessa vikuna að kynna bækur frá Mousse

Wednesday, August 4, 2010

L'homme, l'animal de la ville í Útúrdúr


Í Útúrdúr, bókverkabúð

Laugardaginn 7. ágúst, kl 16:00

Eins og endra nær mun Útúrdúr bókverkabúð hampa bókinni og hennar dýrð með útgáfuteiti og sýningu á bókverki Sigurðar Atla Sigurðarsonar. Sigurður fagnar útgáfu á bókverkinu "L'homme, l'animal de la ville", sem hann vann að í Marseille, Frakklandi vorið 2010. Bókverkið sem er prentað í offset prenti inniheldur ljósmyndir fundnar á götum Marseille ásamt öðrum verkum. Listamaðurinn vinnur með inngrip í prentferlið til að leggja áherslu á manninn í borginni sem og náttúrunni, náttúruna í borginni og náttúru mannsins. Bókverkið er prentað í 25 eintökum og verður til sýnis og sölu samhliða verkum sem tengjast því.

Sunday, July 25, 2010

Mousse tímarit, 24 tölublað


Mousse er tímarit frá Ítalíu sem kemur út á tveggja mánaða fresti. 24 tölublað er stútt fullt af ýmiss konar viðtölum, samtölum og essay-um þar sem koma meðal annars fram:

Mark Boulos, Enrico Castellani, Isabelle Cornaro, Angus Fairhurst, Simone Forti, Zachary Formwalt, Jan Peter Hammer, Gareth James, Rashid Johnson, Jacob Kassay, John Kelsey, Aglaia Konrad, Runo Lagomarsino, Thoms Locher, Sarah Lucas, Paul McCarthy, Amir Mogharabi, New Curatorial Practices, Lorraine O'Grady, Old Shoes - New Art, Jack Smith, Haim Steinbach, Sturtevant, Santo Tolone, Barbara T. Smith, Peter Vermeersch, Cathy Wilkes

Dirty Diaries......


Var að renna inn í hús Dirty Diaries: 12 shorts of feminist porn

"A diverse collection of Swedish feminist porn: Hardcore action and vanilla sex, queer and straight, flashing and fucking, provocation, penetration and poetry. Orgasms and art in films for an open adult mind"

Sjóðheit!

http://www.miaengberg.com/dd/

Friday, July 16, 2010

WWKA, Women With Kitchen Appliances Hljóðgjörningurinn ELECTRODOMESTIC í Útúrdúr bókverkabúð


WWKA, Women With Kitchen Appliances

Hljóðgjörningurinn ELECTRODOMESTIC í Útúrdúr bókverkabúð

Laugardaginn 17 Júlí, kl: 16:00

WWKA or Women With Kitchen Appliances will perform their performance ELECTRODOMESTIC on Saturday at 16:00 in Útúrdúr. WWKA is a group of artist from Canada that has been working together for about 10 years in creating soundscapes with kitchen appliances. WWKA has been located in Iceland the last few months and this will be their last performance before the leave the country.

Since WWKA was founded in 1999, more than a dozen artists have taken part in the collective’s projects. Their work has been presented in a number of Canadian, American and European cities. Appearing three or four at a time, anonymous and interchangeable, they perform on various stages: radio, television, lofts, galleries, museums,bars, festivals, cooking and home economics classrooms, restaurants and people’s homes.

Íslenska :


Á laugardaginn kl 16:00 mun WWKA eða Women With Kitchen Appliances stíg á stokk í Útúrdúr bókverkabúð með gjörningin ELECTRODOMESTIC. WWKA er hópur af listamönnum frá Canada sem hafa starfað saman í rúm 10 við að skapa “soundscapes” með eldhúsáhöldum. WWKA hafa nú verið staðsett á Ísland síðustu mánuði og verður þessi gjörningur þeirra síðasti áður en þær hverfa af landi brott.

WWKA var stofnað 1999 og hefur fjöldi listamanna tekið þátt í gjörningum þeirra og oftast eru það þrír til fjórir listamenn sem stíga á stokk og taka þátt hverju sinni og mismunandi listamenn sem taka þátt. WWKA hafa sýnt á hinum ýmsu stöðum í Canada, Bandaríkjunum og evrópu og vettvangur þeirra er fjölbreyttur. Þær hafa komið fram í útvarpi, sjónvarpi, galleríum, söfnum, hátíðum, börum, heimilisfræði kennslutímum, veitingastöðum og í heima húsum.

Allir eru velkomnir.

Friday, June 18, 2010

Publication of "Snake Cool and The Cobra Crazies"


Sigurður Þórir Ámundason mun fagna útgáfu á sinni fyrstu ljóðabók ,,Snake Cool and the Cobra Crazies" næstkomandi föstudag 18 júni frá 16 til 18. Í tilefni af útgáfu bókarinnar mun Sigurður einnig sýna nokkur ný málverk og Two Lonely DJ´s munu þeyta nokkrum skífum og léttar veigar verða á boðstólnum. Sigurður er nemandi í myndlist við Listaháskóla Íslands og málaði hann til að mynda vegginn STIGIS við Hjartagarðinn í Reykjavík.

Alir velkomnir.

English:

SIgurður Þórir Ámundason will celebrate the publication of his first poetry book "Snake Cool and the Cobra Crazies" at Útúrdúr from 16-18 on the 18th of June. Sigurður will also show some paintings that he has been working on and Two Lonely DJ´s will play during the opening. Sigurður is a student at The Iceland Academy of the Arts and to mention some of his earlier works he painted the wall STIGIS at Hjatargarðurinn in Reykjavik.

Everybody is welcome.

Thursday, June 3, 2010

Orðaflunk - Ragnhildur Jóhanns - Readings, performances and more


Á föstudaginn 4 júni klukkan 17:00-19:00 mun Útúrdúr og Ragnhildur Jóhanns fagna nýútkominni bók hennar ,, Sem Sé" . Ragnhildur Jóhanns mun lesa upp úr nýrri bók sinni ásamt þess að bókin verður að sjálfsögðu til sýnis og sölu. Fleiri gestir munu koma og lesa upp úr verkum sínum ásamt skuganum af Jóni Erni Loðmfjörð. Eftirfarandi gestir munu lesa upp úr verkum sínum:


Sem sé kom út í tengslum við verk hennar Sem Sé sem hún sýndi í Listasafni Reykjarvíkur fyrir stuttu.

Ragnhildur Jóhanns
Margrét Helga Sævarsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Solveig Pálsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Jón Örn Loðmfjörð (skugginn af honum)


Alister Roberts mun einnig koma fram og spila í Havarí klukkan 16:30.

Allir Velkomnir...


English :

Friday the 4th of June at 17-19 at Útúrdúr we will celebrate the new book Sem Sé by Ragnhildur Jóhanns. She will read from her bookwork as well as other poets will read from there work as well.
Alister Roberts will also play in Havarí at 16 :30 and everybody is welkome.

List of people reading from there work:

Ragnhildur Jóhanns
Margrét Helga Sævarsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir
Solveig Pálsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Jón Örn Loðmfjörð (his shadow will read)

Wednesday, May 5, 2010

Somemilk release party!!


Útúrdúr presents another realease party of new issues of Somemilk!!

Somemilk is a small booklet which offers a white space to visual artists, writers and creative people in general. The artists are free to do anything they would like, within the borders of the format - a specially folded, black and white A3, 2 sided print. The goal of the project is to explore the many possibilities of printed matter.

Founded in 2005, there have been 13 issues published to date. The project has been Berlin based and is now evolving to encompass Reykjavik and Amsterdam as well.

The new issues, #14 and #15 were produced in Reykjavik. issue #14 is created by Bryndís Björnsdóttir who is currently living in Vienna and studying at the Academie der bildenden künste Wien, she also study´s at The Iceland academy of the art and lives in Reykjavik. Bryndis has participated in various exhibitions and cultural activities and this is her second bookwork she publishes. Issue #15 is created by Bergur Thomas Andersen who study´s at the Icelandic academy of the arts. Bergur is also a member of the band Sudden Weather Change and also plays solo as Stormy Curves.

Everybody is welcome.