Útgáfa á 2. tölublaði af Listvísi - Málgagn um myndlist verður í bókabúðinni Útúrdúr á laugardaginn þann 1. júní frá kl. 7 til 9 um kvöldið.
Málgagnið Listvísi inniheldur allskonar sniðugt efni frá listamönnum sem fjallar um list á eina eða aðra vegu. Markmiðið er að mynda áhugaverðan vettvang fyrir umfjöllun og vangaveltur um list á Íslandi.
Eftirfarandi listamenn eiga efni í blaðinu að þessu sinni:
Arngrímur Sigurðsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Birta Þórhallsdóttir
Freyja Eilíf Logadóttir
Ívar Brand Hollanders
Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt
Sara Rúnarsdóttir
Blaðið var stofnað árið 2012 af Freyju Eilíf Logadóttur og Birtu Þórhallsdóttur og kom fyrst út í desember í fyrra.