Saturday, August 6, 2011
Music - Thought Instigator : Volume 1
Útúrdúr kynnir nýjustu útágáfu sína eftir Pál Ivan frá Eiðum.
Music – Thought Instigator : Volume 1
Music - A Thought Instigator (eða Tónlist- Hugmyndahvati) er bók um tónlist. Þó er ekki um að ræða tónfræði eða tónlistarsögu eða slíkt heldur fyrst og fremst hugmyndir og hugsanahvata sem allir mega nota að vild. Hún fjallar því ekki um hvað tónlist er eða hefur verið heldur kemur með ýmsar tillögur að því hvernig einhver tónlist getur mögulega orðið. Á hverri síðu er alfarið ný hugmynd kynnt til leiks og nokkrir frum möguleikar hennar skoðaðir. Þetta eru hugmyndir sem víkka skilning okkar á ýmsum hlutum í sambandi við tímaskynjun, framsetningu og kynningu tónlistar, sjónhverfingaraðferðir, gagnvirkni áheyrenda við tónsköpun og ýmsar hugmyndir sem hafa hingað til ekki verið áberandi í tónlist. Hún opnar því fyrir vítt samhengi tónlistar og setur jafnvel hugtakið tónlist í víðara samhengi. Við lestur bókarinnar uppgvötum við hvað hugmyndir okkar og skilgreiningar á tónlist eru þröngar og takmarkaðar og að hingað til hefur hugmynd okkar um tónlist rúmast í litlum, þröngum, loftlausum kassa. Bókin er því eins konar leiðarvísir að nýjum leiðum, eða alla vega nýjum upphafspunktum og viðmiðum. Bókin gagnast bæði þeim sem vilja fara alfarið nýjar leiðir og þeim sem eru forvitnir um að teygja út þann ramma sem fyrir er. Bókin byggist aðallega upp af skýru myndmáli og skýringartextum. Myndmálið er beinskeitt og grípandi og hverri síðu er ætlað að segja sem mest í sem fæstum orðum og myndum.
Bókin fæst eingöngu í Útúrdúr fyrst um sinn.