Wednesday, January 2, 2013

Námskeið í verklegri hugmyndavinnu

nú!útúrdúr heldur helgar námskeið í VERKLEGRI HUGMYNDAVINNU í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík, Nýlendugötu 15, 101 Reykjavík helgina 19- 20.janúar frá klukkan 9:00 til 17:00 báða daga. Námskeið í VERKLEGRI HUGMYNDAVINNU samanstendur af aðferðum og tækni til að skapa og þróa hugmyndir. Þátttakendur eru hvattir til að koma með raunveruleg vandamál/verkefni til að vinna með á námskeiðinu. Einnig mun vera til staðar, ráðgjöf til að finna rétt vandamál/verkefni fyrir hvern og einn. Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir í hugmyndavinnu t.d: hugkort, hugflæði, umsnúningur og kúvending, frjálsar hugmyndatengingar, persónuleg líking og „EKKI“. Námskeiðið er opið öllum bæði lærðum og leikum. Hugmyndavinna af þessum toga nýtist fólki sem er að vinna í ólíkum verkefnum, persónulegum sem og atvinnutengdum. Dæmi má nefna við ritgerðasmíð, skipulagningu á garðinum, listsköpun, viðskiptahugmyndir, hönnun og svo framvegis. Leiðbeinendur eru: Steingrímur Eyfjörð og Guðrún Benónýsdóttir myndlistarmenn. Námsskeiðið stendur yfir heila helgi. Innifalið í verðinu er heimagerður matur í hádeginu, kaffi og með, allur efniskostnaður, ritföng og pappír og bókin Handbók í hugmyndavinnu. Verð 37.000..- Kr Þátttakendur eru hvattir til að koma með lista yfir raunveruleg vandamál/verkefni, fartölvu og einn vel valinn hlut. Upplýsingar í síma: 7789620 (Steingrímur Eyförð) og 6901379 (Guðrún Benónýs) Netfang: loanerkomin@gmail.com eða gudrunben@gmail.com