
Prentmyndasögubókverkið TERPENTÍNA verður kynnt til Sögunnar í Útúrdúr á Hverfisgötu 42 föstudaginn 3 febrúar klukkan 16-18. Allir Velkomnir.
Terpentínan er tæplega 30 blaðsíðna hlunkur, handprentaður í 50 tölusettum eintökum og er afrakstur námskeiðs á prentverkstæði Listaháskóla Íslands, sem fram fór dagana 16. til 27. janúar sl.
Meginstefið er frásögnin, með beinum eða óbeinum myndasöguhætti.
Umsjón var í höndum Jóhanns Ludwigs Torfasonar.
Höfundar eru:
Andreas Jari Juhani Toriseva
Guðrún Tara Sveinsdóttir
Ívar Glói Gunnarsson
Karl Torsten Stallborn
Myrra Leifsdóttir
Óskar Kristinn Vignisson
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Steingrímur Gauti Ingólfsson
Sérstakur gestur:
Eldur Lynx Carlsson Hagberg
Velkomin á útgáfuna!