Í Útúrdúr, bókverkabúð
Laugardaginn 7. ágúst, kl 16:00
Eins og endra nær mun Útúrdúr bókverkabúð hampa bókinni og hennar dýrð með útgáfuteiti og sýningu á bókverki Sigurðar Atla Sigurðarsonar. Sigurður fagnar útgáfu á bókverkinu "L'homme, l'animal de la ville", sem hann vann að í Marseille, Frakklandi vorið 2010. Bókverkið sem er prentað í offset prenti inniheldur ljósmyndir fundnar á götum Marseille ásamt öðrum verkum. Listamaðurinn vinnur með inngrip í prentferlið til að leggja áherslu á manninn í borginni sem og náttúrunni, náttúruna í borginni og náttúru mannsins. Bókverkið er prentað í 25 eintökum og verður til sýnis og sölu samhliða verkum sem tengjast því.