Tuesday, December 22, 2009

Ljóð í bók út í smók


Útúrdúr er ekki hefðbundin bókabúð. Að þessu sinni stendur Útúrdúr andvígis bókarforminu og spyr hvað það vilji með ljóð gera? Bókin þokar sér í burtu og Útúrdúr býður fjórum listamönnum sem unnið hafa með ljóðlist í bókarformi að stíga fram og þjösnast á ramma bókarinnar og vinna utan hans.

Listamennirnir eru Una Björk Sigurðardóttir, Ragnhildur Jóhanns, Halldór Ragnarsson og Bryndís Björnsdóttir og verða þau með uppákomu í Útúrdúr á þriðjudaginn (22. Des) kl. 20:00. Una Björk er myndlistarkona sem meðal annars hefur gefið út bækurnar um Ævintýri Sjúklegu Stelpunnar og getið sér gott orð sem myndlistarkona og skáld. Ragnhildur gaf nýverið út bókverkið ,,Konur 30 og brasilískt” og nemur myndlist við LHÍ. Halldór er myndlistarmaður og meðlimur Seabear og nýverið var hann með einkasýningu í ASÍ en hann mun vinna út frá ljóðabókinni sinni Nin kom pop. Bryndís Björnsdóttir hefur unnið með bókina í list sinni og greina skrifum og nemur nú myndlist við LHÍ.