Saturday, December 19, 2009

Kristinn E. Hrafnsson - Með árituðu grafíkverki


Sérstök útgáfa með árituðu grafíkverki fæst eingöngu hjá Útúrdúr og útgefanda og kostar aðeins 5.490 kr.

Á um 25 ára ferli hefur Kristinn tekið virkan þátt í að móta umhverfi borgar og sveitar með ísmeygilegum, ljóðrænum, húmorískum og heimspekilegum spurningum um stað og tíma. Verk hans má finna á mörgum fjölförnustu stöðum landsins, s.s. Kringlunni, IKEA, Laugavegi, Austurstræti og Akureyri.

Fyrstu 100 eintökum bókarinnar fylgir grafíkverk eftir Kristin en andvirði þess er um 25.000 krónur. En það eru einungis nokkur eintök eftir.

Bókin er 180 blaðsíður auk innfellu með verkinu Áttir. Texta um verk Kristins skrifar Gunnar J. Árnason en ensk þýðing var í höndum Önnu Yates. Bókin er því bæði á íslensku og ensku. Um bókahönnun sáu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir en þær hafa hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir hönnun sína.