Wednesday, December 23, 2009

Halldór Ragnarsson í Útúrdúr

Í Útúrdúr má ekki einungis finna ljóðlist Halldórs Ragnarssonar í bókinni Nin Com Pop heldur má nú í dag finna verk eftir Halldór á sérstöku verði.

Umrædd verk eru úr seríunni Names þar sem Halldór teiknar portrett af öllum íslensku karlmannsnöfnunum og verk af sýningu Halldórs í ASÍ, Saxófónn eða kóntór?, sem lauk nú ný verið.

Verkin úr Names seríunni eru á 10.000 kr

Verkin af Saxófónn eða kóntór? sýningunni á 20.000 kr

Smá fróðleiksmoli um listamanninn:

Halldór er 28 ára myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2007 ásamt því að hafa numið heimspeki í Háskóla Íslands áður. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar, bæði hér á landi og erlendis og að auki tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Myndirnar sem má sjá hér að neðan eru úr seríunni Saksófónn eða kóntór?

www.hragnarsson.com