Tuesday, December 8, 2009

Á afmæli í dag!

Útúrdúr er tveggja ára í dag en búðin opnaði með látum 8 desember 2007.

Í tilefni dagsins leiðir Útúrdúr hugan til annarra bóka-elskenda á borð við rússneska listamanninn og rithöfundinn Dmitri A. Prigov.

Á tímum Sovétríkjanna var Dmitri ekki kleyft að gefa út bókverk sín svo hann tók til þeirra ráða að dreifa þeim fáum eintökum sem hann gerði. Sjálfur hélt hann einu eintaki, annað eintak varðveitti konan hans og það síðasta sendi hann til bónda eins. Öll eintökin voru gerð upptæk nema þetta eina hjá bónandum. Þegar kom að lokum Sovétríkjanna safnaði Dmitri þessum eintökum saman. Verkin voru svo gefin út saman í öskju af Stop Over Press árið 1996. Bókverkin eru 13 talsins og huga þau öll á sinn hátt að bókverka forminu sem slíku. Einstaklega fallegt verk sem höfðar til allar bóka-elskenda og er að vitaskulda til hér í Útúrdúr.

Viðtal við Dmitri: http://behindthelinespoetry.blogspot.com/2007/07/ends-of-russian-poetry-interview-with.html