Wednesday, December 9, 2009

Útúrdúr minnist ný liðinnar Sequences hátíðar

Útúrdúr minnist ný liðinnar Sequences hátíðar og nokkra af þeim listamönnum sem komu fram á henni:

Magnús Pálsson, heiðurslistamaður hátíðarinnar

Útúrdúr státar af nokkrum verkum eftir Magnús Pálsson en líta má hann sem einn af frumkvöðlum bókverksins á Íslandi:

The Skinned Rabbit: And Other Dreams (2005), bók sem er gefin út af Boekie Woekie í 250 eintökum þar sem Magnús Pálsson safnar saman frásögnum fólks af draumum sínum

Kennsla: Geggjaðasta listgreinin (1984), snælda sem var gefin út í 200 eintökum í tilefni sýningar í Nýlistasafninu árið 1984. Á snældunni má heyra Magnús Pálsson ásamt fleirum hugleiða hugtakið kennsla.

The Offs: A play in two acts, einstakt bókverk sem var gert í 200 eintökum

Soren Dahlgaard

Danskur listamaður sem var meðal annars með gjörning á lokakvöldinu í Norræna húsinu þar sem hann gerði ein af sínum Portrait Paintings.

Soren Dahlgaard: The Dough Warrior Project! (2007), bók sem gefur yfirlit á verkum Sorens

Parfyme

Fjagra manna hópur af listamönnum frá Kaupmannahöfn, Bergen og New York sem vinna í almenningsrýmum. Parfyme var með aðsetur í gallerí Auga fyrir Auga á hátíðinni og voru þar með The One Letter Delivery Show þar sem þeir opnuð sína útgáfu af póstinum.

Temporary Urban Structures (2009), bók sem tekur fyrir nokkra listamenn sem vinna í almenningsrými þar á meðal Parfyme og verkefnið þeirra “Power to the People”

Fleiri upplýsingar um hátíðina og myndlistarmennina má finna á www.sequences.is