Friday, October 23, 2009

Útúrdúr kveður Laugarveg 26

Á morgun verður síðasti dagur Útúrdúrs á Laugarvegi 26. Búðin mun pakka niður og halda á vit ævintýranna. Fyrsta stopp verður í Saltfélaginu á meðan á Sequences hátíðinni stendur en hátíðin hefst 30. okt. Næsta stopp verður í janúar í nýjum húsakynnum Nýlistasafnsins á Skúlagötunni. Áður en að því kemur mun búðin þó taka enn einn útúrdúrinn og verða með tímabundna aðstöðu yfir desembermánuðinn. Tilkynning um það síðar.