Thursday, June 11, 2009

Ten Tails


Útgáfudagur:
Fimmtudagur 11. júní 2009, kl. 20.00
Útúrdúr, Nýlistasafnið, Laugavegi 26 (gengið inn Grettisgötumegin), 101 Reykjavík.
Opið virka daga frá kl. 10-17 og laugardaga frá kl. 12-17.


Ten Tails er útgáfa í formi margmiðlunardisks sem inniheldur verk eftir tíu ólíka listamenn frá Íslandi, Englandi og Skotlandi. Með útgáfunni er ætlað að kanna mörk og möguleika bókarformsins sem listræns miðils í útfærslu hins rafræna miðils. Ten Tails er gefinn út í takmörkuðu upplagi í samvinnu við Edinburgh College of Art (ECA) og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (CIA.is) í ritstjórn Kristínar Dagmar Jóhannesdóttur.

Ten Tails sýnir verk eftirfarandi listamanna: Unnar Örn J. Auðarson (Ísland), Ingibjörg Birgisdóttir (Ísland), Sandy Christie (Skotland), Alasdair Gray (Skotland), Stuart Kolakovic (England), Magnús Pálsson (Ísland), Alex Pearl (England), og bókverk Dieter Roth úr safni Nýlistasafnsins, Reykjavík, Katy Dove (Skotland) & Simon Yuill (England).

Útgáfan verður kynnt í bókverkabúðinni Útúrdúr sem nú er til húsa í Nýlistasafninu, Laugavegi 26 (gengið inn Grettisgötumegin), fimmtudaginn 11 júní, klukkan 20.00. Allir eru velkomnir en boðið verður upp á að skoða Ten Tails sem seldur verdur á sérstöku tilboðsverði þann daginn ásamt léttum veitingum.

Ten Tails verður fáanlegur til sölu í versluninni að útgáfudeginum loknum og í álíka verslunum bæði í Skotlandi og víðar. En útgáfan verður gefin út við álíka fögnuð föstudaginn 19. júní 2009, kl. 20.00 í The Embassy gallerí, Edinborg, Skotlandi.

Image by Alasdair Gray taken from Unlikely Stories, Mostly (1983). Reproduced by courtesy of the artist and Sorcha Dallas, Glasgow.Framhald kvöldsins:
Manstu ekki eftir mér #1:
ENSÍMI – KAFBÁTAMÚSIK
Nasa, fimmtudaginn 11.júní, Kl. 20.00
1.500 kr.

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Veitingastaðnum Nasa fimmtudaginn 11.júní næstkomandi kl. 22. Á tónleikaröð þessari munu koma fram þekktar íslenskar hljómsveitar og flytja klassískar eigin hljómplötur í heild sinni. Það er hljómsveitin Ensími sem mun ríða á vaðið og leika plötuna Kafbátamúsik sem kom út hjá útgáfufélaginu Dennis árið 1998.

Tónleikaröðin er samstarfsverkefni Reykjavík Grapevine og Rafskinnu.

Miðasala er hafin á midi.is.
http://midi.is/tonleikar/1/5551