
BEÐIÐ EFTIR SIGURÐI
Þann 17. desember verður haldið útgáfuhóf vegna bókarinnar Beðið eftir Sigurði í Útúrdúr sem hefst klukkan 17:00.
Beðið eftir Sigurði má í vissum skilningi kalla sjálfstætt framhald smásagnasafnsins Hestar eru tvö ár að gleyma. Báðar bækurnar eru sköpunarverk nemenda í ritlist við Háskóla Íslands sem vildu leyfa öðrum (en skúffunni) að njóta þess sem þau höfðu lært. Í Beðið eftir Sigurði má finna texta eftir tuttugu og tvo ritlistarnema, hvern með sínu sniði og inntaki, sem eiga ekkert sameiginlegt nema bókarkápuna.
Allir eru velkomnir.