Wednesday, April 21, 2010

Útúrdúr gefur út TSOYL eftir Harald Jónsson

Föstudaginn 23. apríl næstkomandi mun koma út á vegum bókaútgáfunnar Útúrdúrs ljósmyndabókin TSOYL eftir listamanninn Harald Jónsson. Í bókinni eru ljósmyndir af undirmeðvitundinni sem listamaðurinn hefur unnið að síðasta aldarfjórðunginn. Í tilefni að útgáfu bókarinnar mun Útúrdúr efna til útgáfuhófs á útgáfudaginn kl.16 í bókverkaverslun sinni sem er staðsett ásamt tónlistarversluninni Havarí að Austurstræti 6.

Föstudagurinn 23. Apríl er jafnframt alþjóðlegur dagur bókarinnar. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur þennan dag síðan 1996 sem er fæðingar- og dánardagur margra helstu rithöfunda fyrr og nú; Cervantes og Shakespeare létust þennan dag árið 1616 og 23 og hann er fæðingardagur Vladimir Nabokov, Halldórs Laxness sem og Haralds Jónssonar, Roy Orbison og Jónsa í Sigurrós. Í tilefni dagsins munu góðir gestir líta inn og lesa úr verkum sínum.
Haraldur Jónsson nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, listaakademíuna í Düsseldorf í Þýskalandi og við Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París. Haraldur er í hópi framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og notar ýmsa miðla í sköpuninni. Haraldur hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í ótal samsýningum um víða veröld. Verk hans er að finna í öllum helstu opinberu söfnum landsins og í einkasöfnum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Bókverkaverslunin Útúrdúr opnaði við Njálsgötu 14 árið 2007. Ári síðar fluttist hún inn á Nýlistasafnið þegar það stóð við Laugaveg 26 en hefur deilt húsnæði með Havarí að Austurstræti 6 síðan fyrir síðustu jól. Í Útúrdúr er lögð áhersla á að bjóða upp á bókverk og fjölfeldi eftir íslenska og erlenda myndlistarmenn. Í búðinni er að auki að finna bækur og tímarit um myndlistartengt efni. TSOYL er fyrsta útgáfa útúrdúrs en á árinu munu fleiri titlar líta dagsins undir merkjum útgáfunnar.


English:
Útúrdúr publishes it´s first book TSYOL by Haraldur Jónsson
Útúrdúr artists’ bookshop will celebrate the international day of the book, Friday April 23rd 2010, with its first publication, TSOYL by artist Haraldur Jónsson. TSOYL contains photographs of the subconsciousness that Haraldur has collected and documented for about a quarter of a century.
Haraldur Jónsson studied at art academies in Reykjavik and Düsseldorf as well as at Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques in Paris. He is among the most progressive Icelandic artists of his generation and has exhibited his work in various galleries and art spaces all over the world. Haraldur’s works can be found in all of the major official collections in Iceland as well as in private collections in Europe and the USA.
Útúrdúr artists’ bookshop opened in Reykjavik in 2007 and after about an yearlong fruitful collaboration with the Living Art Museum it moved in with Havarí music shop at Austurstræti 6 in December 2009. In Útúrdúr you can find all kinds of artists’ books and art related books and magazines, both Icelandic as well as international. TSYOL is Útúrdúr’s first publication but later in 2010 it will be followed by few more titles by prominent Icelandic artists.
The celebration starts at 16.00 at Austurstræti 6 where some good friends of Útúrdúr will read from their works on the occasion.

Where : Útúrdúr
Austurstræti 6
101 Reykjavík
When : Friday the 23.april at 16:00