Tuesday, December 15, 2009

Um sérstakt framlag Íslands og íslensks samfélags til sögu ófullkomleikans


Bók sem var gefin út í samhengi við sýningu Unnars Örns J. Auðarssonar í Gallerí Ágúst sem er nú ný lokið. Í bókinni má finna samansafn af ljósmyndum sem var safnað saman af Sigurði Gottormssyni. Ljósmyndirnar eru frá árunum 1930-1945 og eru af Pólunum. Pólarnir voru þyrping fjölbýlishúsa við Laufásveg, við Öskjuhlíð, og voru byggð til að bæta úr húsnæðisvanda lágtekjufólks. Í eftirmála minnist Unnar útvarpsþáttar sem fjallar um Pólana:

“Í þættinum sagði maður, sem alist hafði upp í Pólunum, söguna af því þegar danski kóngurinn kom í eina af sínum Íslandsheimsóknum í kringum 1930. Í tilefni heimsóknar hans hátignar voru Pólarnir málaðir af Reykjavíkurbæ. Húsin voru þó bara máluð á einni hlið, þeirri sem snéri að þjóðleiðinni og kóngurinn sá á leið sinni út úr bænum til að skoða Gullfoss og Geysir. Mér fannst þessi saga lýsandi fyrir viðhorf þjóðarinnar til útlendinga, fyrirfólks og einhverju leyti sjálfs sins”

Þessi þáttur varð til þess að Unnar fór að grenslast eftir ljósmyndum af Pólunum