Saturday, December 12, 2009

Ó þú Konkretljóðlist


Útúrdúr státar nú af nýjasta verku Af-seríu Nýhils sem ber heitið Afsteypu. Nýhil hefur þetta um gripinn að segja:

"Af steypu meðhöndlar sjálfa meðhöndlun tungumálsins, setur efnið í fyrirrúm og spyr sig: Hvað á þetta allt saman eiginlega að þýða? Hvað er hægt að gera með ljóðlistinni? Myndljóð, konkretljóð, endurvinnsla, hömlur, konseptljóðlist – möguleikarnir virðast óþrjótandi. Bókin er svo stútfull af ljóðverkum og ritgerðum, bæði frumsömdum og þýddum, að bókahillur hreinlega svigna og fílefldir bu

rðarþrælar Nýhils eru við það að kikna í hnjáliðum. Fullvíst má telja að svo veglegt rit um ljóðlist hafi ekki komið út á Íslandi í langan tíma.

Ritstjórar Af steypu eru Eiríkur Örn Norðdahl og Kári Páll Óskarsson, en meðal höfunda efnis eru Gertrude Stein, Guillaume Apollinaire, Charles Bernstein, Inger Christensen, Gyrðir Elíasson, Óskar Árni Óskarsson, Sjón og margir, margir fleiri"

Afsteypa in Útúrdúr

"Icelandic publishing collective Nýhil recently published an anthology called Af steypu, focusing on visual poetry and language as material. The 284-page collection is edited by Eiríkur Örn Norðdahl and Kári Páll Óskarsson, and features work by Apollinaire, Mary Ellen Solt, Eugen Gomringer, Jean Michel Espitallier, Maurice Roche, Johann

a Drucker, François Le Lionnais, Lyn Hejinian, Gertrude Stein, Inger Christensen, Ida Börjel, Ingólfur Gíslason, Benedikt Hjartarson, Sjón, derek beaulieu, Davíð Stefánsson, Gunnar Wærness, Jessica Smith, Marjorie Perloff, Bryndís Björnsdóttir, Óttar Martin Norðfjorð, Haukur Már Helgason, Kristian Guttesen, Kára Tulinius, Gísli Hvanndal, Anton Helga Jónsson, Brian Kim Stefans, Kenneth Goldsmith, Charles Bernstein, and Gary Sullivan. The anthology also includes an excerpt from my ljóðapoems." (http://commutiny.wordpress.com/2009/10/04/anthology-af-steypu/)

Í Útúrdúr má finna verkið Zaroum (2001) eftir Cia Rinne. Verkið er samansafn af konkretljóðum eftir Rinne. Í bókinni Afsteypu eftir Nýhil er minnst á Rinne sem einn af “áhugaverðustu framúrstefnuhöfundum okkar daga"


Úr Afsteypu:

“Starðu á veggfóðrið þangað til að þú hefur betur, þangað til þú starir það niður og í sundur, þangað til það gefur eftir. Flettu uppi á algengu nafni í símaskránni, lestu allar færslurnar og finndu hvernig nafnið leysist upp undir augliti þínu. Starðu á tungumálið eins og Cia Rinne þar til það brotnar og þegar þú setur það saman aftur verður það eins og kraftbirting, laust við alla storknun og sljóvgun. Mikill er máttur auga þess sem horfir” (Kári Páll Óskarsson, bls. 14)