Thursday, July 17, 2008

Fjölfeldin heim


Greinasafn / Branch Collection, bókverk eftir Önnu Líndal, Bjarka Bragason og Hildigunni Birgisdóttur kom út núna í sumar þegar sýnig þeirra opnaði í Safnasafninu. Bókin er 56 síður og sækir formið í biblíumyndabækur. Í verkinu er ferli sýningarinnar frá hugmynd að fullmótaðri sýningu rakið í máli og myndum. Hugarheimum Greinasafnsins eru gerð góð skil og í bókinni kristallast grunnþættir sýningarinnar; söfnun, rannsóknir og það flæði sem slíkt myndar og myndast. Í Útúrdúr verða einnig fjölfelda sem voru stór hluti sýningarinnar í Safnasafninu.