Thursday, December 20, 2012

Anna Líndal fagnar útgáfu bókverksins Samhengissafnið - 22.des í Útúrdúr

Anna Líndal fagnar útgáfu bókverksins Samhengissafnið sem var gefið út í tengslum við nám í listrannsóknum sem Anna stundaði við Sint Lucas í Antwerpen síðastliðinn vetur. Af því glæsilega tilefni býður Útúrdúr til útgáfujólagleði laugardaginn 22. desember frá kl 16-18. Léttar veigar verða á boðstólnum og gefst gestum kostur á að fjárfesta í og bera augum fjölfeldi eftir Önnu sem koma nú fyrst fyrir sjónir almennings. ATH Alheimsfrumsýning. Allir velkomnir! --------------- samhengissafnið "Síðan ég byrjaði í heimavistarskóla 8 ára gömul hef ég skráð hjá mér brot úr daglegu lífi. Þessi árátta hefur velkst með mér síðan. Dagbókarformið er greiningartæki, til að átta mig betur á því hvað er að gerast í mínu eigin lífi og heiminum sem rúllar fyrir utan það. Mörg verka minna hafa gegnt svipuðu hlutverki, að greina bilið sem er á milli orsakar og afleiðingar og finna fyrir það sjónrænt form" komið og lesið meira!